fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fiskurinn hvarf frá La Palma mörgum vikum áður en eldgosið hófst

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 22:00

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómenn á La Palma segja að fiskurinn í sjónum við eyjuna hafi horfið nokkrum mánuðum áður en yfirstandandi eldgos hófst á eyjunni. Þeir telja að fiskurinn hafi fundið að eldfjallið væri að undirbúa gos.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Frode Vikebø, hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, að ekki sé ólíklegt að fiskurinn hafi fundið að eitthvað væri í uppsiglingu.

Nicolás San Luis, sjómaður í Tazacorte á La Palma, sagði að venjulega væri sjórinn hlýr við yfirborðið en kaldari eftir því sem neðar dregur. Á þessu ári hafi hann verið hlýr við yfirborðið og enn hlýrri þar fyrir neðan. Sjómennirnir hafi ekki skilið í þessu. „Nú vitum við að fiskurinn hlýtur að hafa fundið fyrir eldfjallinu,“ sagði hann í samtali við El Mundo.

Vikebø sagði að ekki sé útilokað að fiskurinn hafi fundið fyrir truflunum áður en gosið hófst. Hugsanlega sé um hljóð að ræða, titring eða hitabreytingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar