fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Birgir segir að uppkosning sé ýtrasta úrræðið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 09:00

Birgir Ármannsson liggur á skýrslunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kemur undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis saman í fyrsta sinn til að fara yfir kjörbréfin sem landskjörstjórn gaf út. Nefndin mun undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu þeirra og hún fær þær kærur í hendurnar sem hafa komið fram.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Kærufrestur er almennt fjórar vikur frá því að kosið er og því geta kærur enn átt eftir að berast. Nú þegar hefur Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, lagt fram kæru vegna endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Hann fer fram á að uppkosning fari fram í kjördæminu en hann náði ekki kjöri.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Samfylkingu, og Guðmundur Gunnarsson, Viðreisn, hafa látið útbúa kæru sem verður væntanlega lögð fram í dag en þau náðu ekki inn á þing eftir endurtalningu.

Morgunblaðið hefur eftir Birgi Ármannssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem situr í undirbúningsnefndinni að þótt lög heimili uppkosningu þá sé það ýtrasta úrræðið. Fyrst þurfi að skoða alla aðra möguleika ofan í kjölinn. Nefndin verið að komast að lögfræðilega réttri niðurstöðu.

Hann hefur áður setið í kjörbréfanefnd en segir augljóst að starf hennar verði viðameira að þessu sinni en venjulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni