fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Fjarlægðu eitt kíló af nöglum, skrúfum og rakvélablöðum úr maga manns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einum mánuði gleypti maður, sem býr í borginni Klaipeda í Litháen, rúmlega eitt kíló af litlum málmhlutum. Þetta gerði hann eftir að hann hætti að drekka áfengi.

Skurðlæknar á háskólasjúkrahúsinu Klaipeda fjarlægðu þetta úr maga hans á fimmtudaginn og má því segja að vinnudagurinn hafi verið mjög óvenjulegur hjá þeim.

Maðurinn kom á sjúkrahúsið og kvartaði undan miklum magaverkjum. Röntgenmyndataka leiddi í ljós að hann var með allt að 10 sentimetra langa málmhluti í maganum. Þeir höfðu skaðað fremsta hluta magans og var maðurinn í lífshættu.

Hann var því skorinn upp og fjarlægðu læknar rúmlega eitt kíló af nöglum, skrúfum, rakvélablöðum, tréskrúfum og öðrum aðskotahlutum úr maga mannsins. Aðgerðin tók rúmlega þrjár klukkustundir. LRT skýrir frá þessu.

Maðurinn skýrði læknum ekki frá undarlegu mataræði sínu þegar hann mætti á sjúkrahúsið en læknar sögðu í samtali við LRT að hann hafi byrjað að gleypa málmhluti eftir að hann hafði hætt að neyta áfengis fyrir um mánuði síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?