fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Svona voru viðbrögð barna Enrique Iglesias og Önnu Kournikovu við sjóðheita „Escape“ myndbandinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. október 2021 09:34

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Enrique Iglesias, 46 ára, og tennisstjarnan Anna Kournikova, 40 ára, kynntust árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir stórsmellinn „Escape“.

Parið hefur verið saman síðan þá og eiga saman þrjú börn. Tónlistarmyndbandið er vægast sagt sjóðheitt. Í því má sjá þau kyssast í bíl, í tómum bíósal og á almenningssalerni.

Enrique greindi frá því nýverið í útvarpsþættinum The Jess Cagle Show hvað börnunum þeirra finnst um myndbandið.

„Ég held að börnin mín, eða nei ég veit að börnin mín hafa séð myndbandið,“ sagði hann.

Enrique og Anna eiga tvíburana Nicholas og Lucy, sem eru þriggja ára, og Mary sem er tuttugu mánaða gömul.

„Og þau eru að setja tvo og tvo saman,“ sagði hann.

Enrique sagði að þau kannast við röddina hans þegar þau heyra lögin hans. „Sem er frekar töff,“ sagði hann og bætti við að börnin væru með nokkrar spurningar þegar kemur að tónlistarmyndbandinu fræga.

„Ég held að myndbandið slær þau aðeins út af laginu. „Hvað er mamma að gera þarna? Með pabba? Hvenær var þetta?“ Það er reyndar alveg ótrúlegt að fylgjast með þeim horfa á myndbandið, þetta er frekar svalt,“ sagði hann.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“