fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Telja að morðingi Sarah Everard hafi jafnvel framið fleiri afbrot

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. október 2021 08:30

Sarah Everard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið á hinni 33 ára gömlu Sarah Everar í mars. Lögreglan er nú að rannsaka hvort Couzens hafi fleiri afbrot á samviskunni eftir að fram kom að bíll hans hafi sést við vettvang tveggja annarra afbrota.

Couzens nam Everard á brott, nauðgaði henni, kyrkti og brenndi lík hennar og faldi síðan. Everard var ein á heimleið að kvöldi til þegar Couzens gaf sig að henni og framvísaði lögregluskilríkjum sínum og „handtók“ hana og flutti á brott í bíl sínum.

Couzens, sem er 48 ára, er nú til rannsóknar vegna máls sem kom upp á veitingastað McDonald‘s í Swanley í Kent fyrir sex árum en þar sást bifreið hans nærri vettvangi. Um kynferðisbrotamál er að ræða. Lögreglunni var tilkynnt að bifreið hans hefði verið nærri vettvangi en samt sem áður var ekki rannsakað hvort hann tengdist málinu. Sky News skýrir frá þessu. Nick Ephgrave, varalögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, skýrði frá þessu í gær þegar tilkynnt var að Couzens hefði verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið á Everard.

Ephgrave sagði að bíll, sem tengdist Couzens, hafi einnig sést nærri vettvangi annars afbrots í Kent 2015. Þegar hann gekk til liðs við lögregluna 2018 voru þessar tilkynningar ekki skoðaðar. Hann sagði að eftirlitsnefnd um störf lögreglunnar hafi verið tilkynnt um þetta.  Eftirlitsnefndin er nú að rannsaka mál fimm annarra lögreglumanna sem eru grunaðir um að hafa sent skilaboð til Couzens sem innihéldu kvenhatur, kynþáttaníð og níð í garð samkynhneigðra. Var samskiptaappið WhatsApp notað í samskiptum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann