fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
433Sport

Evrópudeildin: West Ham áfram á sigurbraut – Elías varði víti

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikjum lauk nýlega í 2. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikið var í E-H riðli.

A-riðill

Lazio 2-0 Lokomotiv

Lazio tók á móti Lokomotiv og vann 2-0 með mörkum frá Toma Basic og Patric í fyrri hálfleik.

Marseille 0-0 Galatasaray

Galatasaray er á toppi riðilsins með 4 stig, Lazio í öðru sæti með 3 stig, Marseille í þriðja með 2 stig og Lokomotiv með 1.

F-riðill

Braga 3-1 Midtjylland

Braga vann 3-1 sigur á Midtjylland. Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn fyrir Midtjylland. Hann varði víti í leiknum.

Wenderson Galeno skoraði tvö mörk fyrir Braga og Ricardo Hota eitt. Evander Ferreira skoraði fyrir Midtjylland.

Ludogorets 0-1 Rauða Stjarnan

Rauða Stjaran vann Ludogorets á útivelli. Eina mark leiksins skoraði Guelor Kanga.

Rauða Stjarnan er á toppi deildarinnar með 6 stig, Braga í öðru sæti með 3 stig, Ludogorets og Midtjylland eru með 1 stig.

G-riðill

Celtic 0-4 Leverkusen

Leverkusen rúllaði yfir Celtic, 0-4, á útivelli. Piero Hincapie, Florian Wirtz, Lucas Alario og Amine Adli skoruðu mörkin.

Ferencvaros 1-3 Real Betis

Betis sigraði Ferencvaros 1-3 á útivelli. Nabil Fekir og Cristian Tello skoruðu fyrir Betis. Þá skoraði Henry Wingo, leikmaður Ferencvaros, sjálfsmark. Myrto Uzuni gerði mark heimamanna.

Leverkusen og Betis eru með 6 stig. Celtic og Ferencvaros eru án stiga.

H-riðill

Genk 0-3 Dinamo Zagreb

Dinamo Zagreb vann 0-3 útisigur á Genk með mörkum frá Luka Ivanusec, Bruno Petkovic (2).

West Ham 2-0 Rapid Wien

West Ham vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Rapid Wien. Declan Rice kom þeim yfir á 29. mínútu. Said Benrahma bætti við marki seint í leiknum.

West Ham er á toppi riðilsins með 6 stig, Dinamo og Genk hafa 3 stig. Rapid er án stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu fyrsta viðtal Freys í Noregi – „Borg sem brennur fyrir Brann“

Sjáðu fyrsta viðtal Freys í Noregi – „Borg sem brennur fyrir Brann“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sýnir aukinn áhuga í ljósi stöðunnar

Arsenal sýnir aukinn áhuga í ljósi stöðunnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dortmund búið að samþykkja tilboð

Dortmund búið að samþykkja tilboð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Walker má fara frítt – Mílanó líklegasti áfangastaðurinn

Walker má fara frítt – Mílanó líklegasti áfangastaðurinn
433Sport
Í gær

Guardiola mun ekki stöðva leikmann sinn á leið út um dyrnar

Guardiola mun ekki stöðva leikmann sinn á leið út um dyrnar
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Arsenal í síðustu leikjum

Sláandi tölfræði Arsenal í síðustu leikjum