fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Loftsteinn gjöreyðilagði fornan bæ – Miklu öflugri en Hiroshimasprengjan

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. október 2021 07:30

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um 3.600 árum sprakk loftsteinn í um fjögurra kílómetra hæð yfir bænum Tall el-Hammam sem var við ána Jórdan í Miðausturlöndum. Við sprenginguna myndaðist mikill hiti í bænum og eldur kviknuðu og stormur, verri en verstu hvirfilvindar sem við þekkjum í dag, skall á bænum. Þetta lifði líklega engin af 8.000 íbúum bæjarins og það sama á við um dýrin sem þeir héldu.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Hefur það eftir Uffe Gråe Jørgensen, stjarneðlisfræðingi við Niels Bohr stofnunina, að loftsteinar af þessari stærð skelli á jörðinni á 100 til 200 ára fresti. Mjög líklegt sé að margir þeirra lendi á stöðum þar sem þeir valda ekki miklu tjóni. Hann sagði að samt sem áður þurfi að hafa varann á varðandi loftsteina af þessari stærð og það sama eigi við um halastjörnur. Þrátt fyrir að líkurnar á árekstri séu ekki miklar þá verði tjónið mikið ef árekstur verður.

Fornleifafræðingar og samstarfsmenn þeir unnu við uppgröft í Tall el-Hammam í 15 ár og byggir rannsóknin á þeirri vinnu.

Vísindamennirnir líkja loftsteininum í Tall el-Hammam við loftsteininn sem sprakk yfir Tunguska í Síberíu 1908. Hann eyðilagði 2.000 ferkílómetra skóglendis og um 80 milljónir trjáa. Sú sprenging var mörgum sinnum öflugri en kjarnorkusprengjan sem var sprengd yfir Hiroshima í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Sumir vísindamenn telja að sprengingin í Tunguska hafi verið 185 sinnum öflugri en aðrir segja hana hafa verið allt að 1.000 sinnum öflugri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin