fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Andlitslausi Ríkisforstjórinn vill dagsektir, bætur og lögbann á Bjórland

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 30. september 2021 14:24

Hver er Ívar Arndal? mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stefnu ÁTVR sem greint var frá fyrr í mánuðinum gegn Bjórlandi krefst ÁTVR þess að Bjórland láti af sölu áfengis sem ÁTVR segir ólöglega og gerir kröfu um að lagðar verði 50 þúsund króna dagsektir á starfsemina ef ekki verður orðið kröfunni. Þá krefst ÁTVR bóta vegna tjóns sem fyrirtækið hafi beðið vegna smásölu á áfengi í vefverslun. Að lokum krefst ÁTVR að fyrirtækið greiði málskostnað vegna málshöfðunarinnar.

Í stefnunni er því haldið fram að Bjórland hafi selt áfengi í smásölu, þvert á lög.

Undanfarin misseri hefur borið á því að erlend fyrirtæki, í eigu innlendra aðila, selji áfenga drykki með lager hér á landi. Hefur ÁTVR kallað þessa starfsemi ólöglega og virðist ÁTVR hafa haft í nógu að snúast að tilkynna þessa nýju þjónustu við innlenda neytendur til lögreglu.

Sagði Fréttablaðið þá frá því í gær að ÁTVR hefði eytt í þessi málaferli tæpum sjö milljónum, aðeins síðustu fjóra mánuði.

Býður umtalsvert betri þjónustu en ÁTVR

Í stefnunni gegn Bjórlandi sem DV hefur nú undir höndum segir að lager Bjórlands hafi verið hérlendis og að innlendum neytendum hafi verið boðinn til sölu áfengur bjór, milliliðalaust. „Einstaklingar geta verslað af vefsíðunni og fengið afhent samdægurs ef áfengið er pantað fyrir kl. 12 á virkum degi, en annars næsta virka dag. Bjórinn er hægt að fá sendan heim á höfuðborgarsvæðinu fyrir kr. 1.290,- en kaupanda að kostnaðarlausu ef verslað er fyrir kr. 15.000 eða meira. Keyrt er út milli kl. 17 og 22 virka daga. Þá býðst viðskiptavinum að sækja áfengið í húsnæði stefnda milli kl. 13 og 17 virka daga,“ segir meðal annars í stefnunni.

Er þannig nokkuð ljóst að Bjórland býður umtalsvert betri þjónustu en ÁTVR, en verslunin ríkisrekna gerir einnig út „vefbúð,“ en þar er einungis í boði að sækja vörurnar. Ýmist í vöruafgreiðslu að Stuðlahálsi 2 næsta virka dag, eða í eina af fjölmörgum verslunum ÁTVR um allt land eftir 1-7 daga.

Í stefnunni segist ÁTVR jafnframt tvívegis hafa kært Bjórland til lögreglunnar, án þess þó að lögregla hafi sjáanlega brugðist við.

Í gögnum sem látin eru fylgja með stefnunni er því haldið fram að Bjórland hafi afgreitt a.m.k. 588 pantanir í smásölu á tímabilinu frá 16. maí til 8. september á þessu ári.

Andlitslausi forstjórinn

Í maí á þessu ári rakti DV sögu „andlitslausa forstjórans, Ívars J. Arndal, sem er án efa óþekktasti forstjóri ríkisstofnunar. Er Ívar þekktur fyrir að koma aldrei fram opinberlega fyrir hönd stofnunarinnar sem hann stýrir og er það litla sem haft hefur verið eftir honum hingað til í fjölmiðlum sótt í ársskýrslur ÁTVR.

Sjá nánar: „Andlitslaus“ forstjóri ríkisstofnunar tjáir sig í ársskýrslum – Hvernig kemst hann upp með þetta?

Herma heimildir að upplýsingaflæði innan úr skrifstofu ÁTVR sé lítið sem ekkert. Herma til að mynda heimildir DV innan Alþingis að yfirmenn ríkisstofnunarinnar láti það dragast að afhenda upplýsingar og þá sérstaklega til þeirra þingmanna sem talað hafa fyrir því að gefa verslun með áfenga drykki að öllu eða að hluta frjálsa.

Forstjóri ÁTVR. mynd/atvr.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Í gær

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga