fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Forystufólk ríkisstjórnarflokkanna sagt sammála um að Katrín verði áfram forsætisráðherra ef samstarfið heldur áfram

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 08:00

Frá undirritun ríkisstjórnarsáttmálans 2017.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram viðræðum um endurnýjað samstarf í gær og funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Viðræðurnar eru sagðar hafa gengið vel en þingmenn stjórnarflokkanna eru sagðir segja að augljóst sé að uppi séu ólík viðhorf um þýðingu kosningaúrslitanna fyrir áframhaldandi samstarf. Formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sagðir sammála um að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra ef af áframhaldandi samstarfi verður.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta er fínasta samtal og það kemur svo sem ekkert á óvart í þessum hópi með það. Það breytir því ekki að kosningar marka nýtt upphaf. Þetta er nýtt verkefni og við þurfum aðeins að gefa okkur tíma í það,“ er haft eftir Katrínu.

Segir blaðið að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins telji að flokki hans beri að fá aukið vægi í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi í samræmi við fylgisaukningu flokksins. Hefur fjármálaráðuneytið verið nefnt sérstaklega í því samhengi.

Morgunblaðið hefur eftir þingmanni Sjálfstæðisflokksins að það sé ekki trúaratriði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera með fjármálaráðuneytið en ef tveir minni flokkarnir samstarfinu vilji fá valdamestu embættin þá hljóti Sjálfstæðisflokkurinn að fá að minnsta kosti helming annarra ráðuneyta.

Skipting ráðuneyta hefur lítið verið rædd enn sem komið er að sögn Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna