Það er óhætt að segja að leikföngin frá Lego njóti mikilla vinsælda um allan heim og allt stefnir í metár hjá fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá Lego kemur fram að veltan hafi aukist um 46% á milli ára og söluaukningin hafi verið 36%.
Niels B. Christiansen, forstjóri Lego, sagðist vera mjög ánægður með afkomuna á fyrri helmingi ársins. Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum hafi haft jákvæð áhrif á sölu fyrirtækisins og verksmiðjur hafi getað framleitt kubba án truflana. Að auki sé búið að opna flestar verslanir á nýjan leik.