fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Læknir með örvæntingarfullt neyðarkall – „Það er kominn tími til að ég segi sannleikann vinir mínir“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 06:59

Cathy Canty. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er kominn tími til að ég segi sannleikann vinir mínir.“ Svona hefst pistill sem bandaríski læknirinn Cathy Canty skrifaði á Facebook um helgina. Hún býr í Idaho en þar er staðan vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar orðin svo alvarlega að hún taldi sig ekki getað þagað lengur.

„Sjúkrahúsin eru full af COVID sjúklingum, vinir. FULL,“ skrifar hún. Hún er læknir í bænum Twin Falls í suðurhluta ríkisins, úti á landi. En bærinn og ríkið í heild eru nú miðpunktur alvarlegustu stöðunnar vegna COVID-19 í öllum Bandaríkjunum.

Skelfileg önnur bylgja faraldursins herjar nú á Idaho og fleiri hafa látist í henni en á nokkrum öðrum tímapunkti í faraldrinum og það sama á við um fjölda smitaðra, hann hefur aldrei verið meiri.

Washington Post skýrði nýlega frá því að fjöldi látinna á sjúkrahúsum í ríkinu sé orðinn svo mikill að líkhús og líkbrennslur í ríkinu séu yfirfull og ráði ekki við ástandið.

Dave Salove, sem rekur líkhús í Boise, neyddist til að leigja frystibíl því ekki var meira pláss í líkhúsinu hans en þar er hægt að geyma 16 lík. Á föstudaginn voru sjö lík í bílnum og sex til viðbótar á leiðinni. „Ég var varla búinn að koma honum fyrir þegar við neyddumst til að taka hann í notkun. Við sjáum mikla aukningu núna,“ sagði Salove í samtali við Washington Post.

Vikum saman hafa rúmlega 1.000 smit greinst daglega en tæplega 1,8 milljónir búa í ríkinu. Þegar verst hefur látið hafa rúmlega fimmtíu látist á einum degi. Í heildina hafa tæplega 3.000 látist í ríkinu.

Sjúkrahúsin ráða illa við ástandið og hefur þurft að koma COVID-19 sjúklingum fyrir nánast hvar sem er á þeim því þau eru yfirfull. Þetta þýðir að þegar Cathy Canty sinnir stofugangi verður hún að ganga fram hjá skurðdeildum, barnadeildum, kvennadeildum og endurhæfingardeildum þar sem COVID-19 sjúklingum hefur verið komið fyrir. „Það er ekki meira pláss á hefðbundnu deildunum því það eru svo margir COVID-19 sjúklingar. Það eru þrisvar sinnum fleiri COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsunum hér í Magic Valley en nokkru sinni áður í faraldrinum. ÞRISVAR SINNUM,“ skrifar hún.

Eins og staðan er núna hafa 46,6% íbúa í Idaho fengið einn skammt af bóluefni hið minnsta en aðeins 41,2% hafa lokið bólusetningu.

Önnur bylgja faraldursins herjar nú af miklum þunga en ekki meðal þeirra 46,6% sem hafa fengið bóluefni. „Fólk er veikara en áður, fólk deyr. Fólk sem ég þekki og ann. Fólk sem á fjölskyldur hér í Twin Falls í Idaho, ungir og gamlir, heilbrigðir og krónískir sjúklingar. En eitt eiga allir þessir COVID-19 sjúklingar sameiginlegt. Þeir eru ekki bólusettir,“ skrifar Canty.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga