fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 25. september 2021 09:01

GAJA, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu við Álfsnes. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsemi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu, GAJA, gæti verið stopp í allt að ár vegna þeirra mistaka og galla sem hafa komið upp síðan stöðin hóf rekstur sinn síðasta sumar. Þetta kemur fram ítarlegri umfjöllun um starfsemi stöðvarinnar í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Þar er stiklað á stóru í þeirri pólitísku harmsögu sem bygging stöðvarinnar og hvernig hörmulegir rekstrarmenn og óhæfir stjórnmálamenn hafa kostað skattgreiðendur stórfé. Allar viðvörunarraddir, sem voru fjölmargar, voru hunsaðar og afleiðingarnar hrikalegar.

Eins og greint var frá þann 15. september síðastliðinn þá greindist myglugró í límtréseiningum í þaki og burðarvirki GAJU í ágústmánuði og var starfsemi stöðvarinnar stöðvuð tímabundið. Sú stöðvun gæti hins vegar varað lengur eða í allt að ár en það hefur Stundin eftir  Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu. Að hans sögn mun kostnaður við endurbætur á stöðinni nema tugum milljóna króna.

Kostnaður gjörsamlega farinn úr böndunum

Upphaflega kostnaðaráætlunin við gas- og jarðgerðarstöðina var 2,8 milljarðar en fór gjörsamlega úr böndunum og nemur nú 6,1 milljarði króna. Ljóst er að bætast mun  verulega við þá tölu því samkvæmt heimildum Stundarinnar þarf að öllum líkindum að hýsa hluta starfsemi GAJU í öðru húsnæði og verði það raunin mun kostnaðurinn hlaupa á hundruð milljónum króna.

Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að það sé mat sérfræðinga að það sé með hreinum ólíkindum að ákveðið hafi verið að nota einingar úr límtré inni í stöðinni. Gríðarlegur raki myndast við framleiðsluferli stöðvarinnar sem og mygla í úrganginum. Það blasir því við að mygla myndi koma til með að myndast í einingum úr tré.

Þá sé loftræstingu verulega ábótavant í húsnæðinu en í umræddri grein kemur fram að bent hafði verið á þá staðreynd mörgum árum fyrr án þess að við því hafi verið brugðist.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“