fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Eyjan

Sigurður Ingi sækir á – Flestir treysta Katrínu vel

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 23. september 2021 11:36

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir helmingur landsmanna sögðust bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og yfir þriðjungur til Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Rúmlega þrír af hverjum fjórum sögðust hins vegar bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins og um fjórir af hverjum fimm sögðust bera lítið traust til Guðmundar Franklín Jónssonar, formanns Frjálslynda lýðræðisflokksins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun MMR á trausti til stjórnmálaleiðtoga á Íslandi. Traust til leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna þriggja hefur aukist yfir síðastliðin tvö ár og mælist hærra en traust til leiðtoga annarra stjórnmálaflokka.

Katrín Jakobsdóttir (23%) og Sigurður Ingi Jóhannsson (27%) eru þeir stjórnmálaleiðtogar sem hvað fæstir sögðust bera lítið traust til og hefur hlutfallið farið minnkandi eftir því sem nær dregur kosningum. Þá hefur þeim fækkað sem segjast bera lítið traust til Þorgerðar Katrínar (úr 47% í 43%) en vantraust í garð annarra leiðtoga hefur mælst næsta óbreytt eða vaxandi.

Þá nýtur Sigurður Ingi Jóhannsson þeirrar sérstöðu að enginn kjósandi hans eigin flokks sagðist vantreysta honum en hjá öðrum stjórnmálaleiðtogum mældist það hlutfall á bilinu 1% (Inga Sæland) til 12% (Halldóra Mogensen).

Graf/MMR

Nokkurn mun má sjá eftir stjórnmálaskoðunum svarenda. Katrín Jakobsdóttir nýtur nær algers stuðnings meðal stuðningsfólks Vinstri-grænna – en 91% þeirra kváðust bera mikið traust til forsætisráðherrans. Katrín nýtur einnig mikils stuðnings meðal stuðningsmanna annarra flokka en nær þrír fjórðu hlutar stuðningsfólks Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins og yfir helmingur stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Pírata kváðust bera mikið traust til hennar. Traust til Sigurðar Inga Jóhannssonar mældist mest meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarflokkanna og Viðreisnar en traust til Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mældist takmarkað hjá öðrum en stuðningsmönnum eigin flokka.

Niðurstöður könnunarinnar í heild sinni má nálgast hér á síðu MMR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi