„Þar með lýkur faraldrinum,“ sagði hann í samtali við dagblaðið Augsburger Allgemeine. „Ef það koma ekki ný afbrigði fram sem bóluefnin veita ekki vernd gegn, sem er mjög ólíklegt, þá munum við hafa sigrast á faraldrinum í vor og getum snúið aftur til eðlilegs lífs,“ sagði hann.
„Hjarðónæmi mun nást. Spurningin er bara hvort það verður með bólusetningu eða smiti. Bólusetningar eru án nokkurs vafa rétta leiðin,“ sagði hann.