fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Phil Collins byrjaður aftur með fyrrverandi: Borgaði henni milljarða fyrir sex árum þegar þau skildu

Lamaðist eftir brjósklossaðgerð árið 2014

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. janúar 2016 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Phil Collins er tekinn saman við fyrrverandi eiginkonu sína, Orianna Cevey, aðeins nokkrum árum eftir að þau skildu. Þau voru gift í sjö ár en árið 2008 ákváðu þau að fara í sitt hvora áttina.

Tveimur árum síðar, árið 2010, greiddi Collins henni 25 milljónir punda, 4,6 milljarða króna á núverandi gengi, sem hluta af samkomulagi vegna skilnaðarins. Á þeim tíma var um hæstu upphæð í skilnaðarmáli að ræða í sögu Bretlands.

Phil Collins er 64 ára en Orianna er 42 ára. Hún lamaðist að hluta árið 2014 eftir að hún fór í aðgerð vegna brjóskloss. Í viðtali við Billboard sagði Collins að þau hefðu tekið saman fyrir sex mánuðum og raunar hefði það komið honum á óvart að enginn hefði tekið eftir því, það er fjölmiðlar.

Þau gengu í hjónaband árið 1999 og eiga tvö börn saman en fyrir átti Collins þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar