Tvö Íslendingalið léku í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat á varamannabekk Elfsborg í 0-1 tapi gegn Malmö í sænsku úrvalsdeildinni. Sveinn Aron Guðjohnsen er einnig á mála hjá félaginu. Hann var í banni í þessum leik eftir að hafa fengið rautt spjald í þeim síðasta.
Elfsborg er í fjórða sæti deildarinnar með 36 stig eftir tuttugu leiki.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Norrköping í 1-4 sigri gegn Sirius í sömu deild.
Lið hans er í fimmta sæti með 33 stig eftir tuttugu leiki.
Malmö er sem stendur í þriðja sæti, sem er einnig síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni. Liðið er með 38 stig. Elfsborg og Norrköping eru því vel með í baráttunni um það. Tíu umferðir eru eftir.