fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Styrkja taívanska herinn vegna ágangs Kínverja

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 14:30

Nýju herskipi fagnað á Taívan. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fór heræfingin Han Kuang fram á Taívan. Meginmarkmiðið með henni var að æfa taívanska herinn fyrir innrás Kínverja. Stöðugur þrýstingur og ágangur Kínverja hefur orðið til þess að Taívan er nú að byggja her sinn upp af miklum krafti. Að auki búa Taívanar við óvissu um hvort og þá hversu mikla aðstoð þeir fá frá öðrum ríkjum ef Kínverjar ráðast á eyjuna.

Á æfingunni var nýrri tegund flugskeyta reynsluskotið og tilkynnt var að á næstu fimm árum verði útgjöld til varnarmála aukin um sem svarar til um 1.100 milljarða íslenskra króna. Peningarnir verða aðallega notaðir til að kaupa herflugvélar og flugskeyti.

Nú er verið að nútímavæða her landsins og gengur það hratt fyrir sig. Nýlega voru sex ný herskip sjósett en um korvettur af Tuo Chiang gerð er að ræða. Þær eru oft nefndar flugmóðurskipamorðingjar því með mikla skotgetu sína og hreyfanleika verða þær fremsta varnarlínan gegn kínverskri innrás af hafi.

Að auki er smíði hafin á átta kafbátum í skipasmíðastöð í Kaohsiung. Sá fyrsti á að vera tilbúin til notkunar eftir þrjú ár.

Kínverjar líta á Taívan sem uppreisnarhérað sem þeir hyggjast ná völdum yfir, með valdi ef þörf krefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin