fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

„Barnaskortur“ í Bretlandi gæti valdið efnahagslegum samdrætti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. september 2021 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar standa frammi fyrir „barnaskorti“ sem gæti leitt til „langvarandi efnahagslegrar stöðnunar“. Þetta segir hugveitan Social Market Foundation sem segir að fæðingartíðnin í landinu sé nú aðeins tæplega helmingur þess sem hún var á eftirstríðsárunum og þegar hún náði hámarki á sjöunda áratugnum. Þetta veldur hækkandi meðalaldri sem aftur getur leitt til efnahagslegrar stöðnunar eða samdráttar.

Hugveitan segir að ríkisstjórnin ætti að setja á laggirnar aðgerðahóp til að takast á við þetta vandamál. Segir hugveitan að einn liður í lausn geti verið að bjóða upp á betri dagvistunarmöguleika og á viðráðanlegu verði. Segir hún að venjulegir vinnandi breskir foreldrar eyði 22% af tekjum sínum í að greiða fyrir heilsdagsdagvist en það er tvisvar sinnum meira en að meðaltali í öðrum vestrænum ríkjum.

Fæðingartíðnin á Englandi og í Wales náði hámarki 1964 þegar hver kona eignaðist að meðaltali 2,93 börn. Á síðasta ári var tíðnin komin niður í 1,58 sem er töluvert lægra en þarf til að halda mannfjölda stöðugum en til þess þarf fæðingartíðnin að vera 2,1. Í Skotlandi var fæðingartíðnin enn lægri eða 1,29.

Í skýrslu sinni, Baby Bust and Baby BoomExamining the Liberal Case for Pronatalism, segir hugveitan að þetta muni á endanum leiða til skorts á vinnufæru fólki. Nú eru tæplega þrír eldri en 65 ára á hverja 10 vinnandi en um miðjan næsta áratug verður hlutfallið komið í 3,5 og 2060 verður það komið í tæplega 4 segir í skýrslunni. Samkvæmt spám þá verður fjórðungur Breta 65 ára og eldri árið 2050 en í dag er fimmtungur þjóðarinnar á þeim aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti