fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Ítalir hefja baráttu gegn fölskum ítölskum matvörum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 07:30

Ítalskt pasta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pítsur, pasta, pestó og parmesan, þetta eru allt vel þekktar matvörur sem eiga rætur að rekja til Ítalíu. Ítalskur matur og ítölsk matargerð er vinsæl um allan heim og ítalskar matvörur eru yfirleitt tengdar við gæði og vinsældir. En eftirlíkingar af ítölskum matvörum eru nú orðnar að svo umfangsmiklum iðnaði að það er hættulegt að sögn Luigi Di Maio, utanríkisráðherra landsins.

Víða um heim eru gerðar eftirlíkingar af ítölskum mat. Í ræðu sem Di Maio hélt í byrjun mánaðarins á ræðu ítalskra matvælaframleiðenda kynnti hann nýja aðgerðaáætlun um kynningu á ítalskri framleiðslu. Í henni felst að ríkisstjórnin heitir því að grípa til aðgerða til að vernda ítalska framleiðendur.

Ráðherrann sagði að umfang eftirlíkingaframleiðslu á ítölskum matvörum væri orðið mjög mikið og mikið áhyggjuefni. Hann lagði áherslu á að utanríkisráðuneytið vinni hörðum höndum að því að berjast gegn eftirlíkingum af ítölskum vörum um allan heim. Þessi barátta fer fram innan ESB og í Róm sitja opinberir starfsmenn og leita á internetinu að fölskum ítölskum ostum, vínum eða tómatsósu.

Samkvæmt nýju áætluninni verða starfsmenn ráðnir til sendiráða víða um heim til að annast vernd ítalskrar framleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“