Það gæti skýrt af hverju mennirnir, sem eru 23 og 30 ára, voru með mikið magn af mat frá KFC í bíl sínum.
Samkvæmt því sem kemur fram í frétt CNN þá urðu lögreglumenn varir við bíl tvímenninganna í útjaðri Auckland. Þegar þeir sáu lögreglumennina tók ökumaðurinn U-beygju og gaf í en að lokum stöðvaði hann. Þegar lögreglumenn leituðu í bílnum fundu þeir mikið magn af mat frá KFC og mikið magn peninga eða sem svarar til rúmlega 9 milljóna íslenskra króna.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af lögreglunni af hluta þess matar sem var í bílnum.
Mennirnir voru að koma frá Hamilton sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá Auckland. Þeir eiga allt að sex mánaða fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á sem svarar til um 365.000 íslenskum krónum.
Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir ætluðu sjálfir að borða allan matinn eða hvort hann væri ætlaður til sölu.