fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 05:59

Gabby og Brian. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánardómsstjóri í Tetonsýslu í Wyoming hefur komist að þeirri niðurstöðu að lík sem fannst í þjóðgarði í ríkinu sé af hinni 22 ára Gabby Petito sem leitað hafði verið að í nokkra daga. Hún skilaði sér ekki heim til Texas úr ferðalagi þvert yfir Bandaríkin en það fór hún í ásamt unnusta sínum, Brian Laundrie.

Hann er grunaður um að hafa orðið Gabby að bana og stendur víðtæk leit yfir að honum í Flórída en hann lét sig hverfa á þriðjudaginn eftir að hafa dvalist á heimili foreldra sinna í nokkra daga eftir að hann kom einn heim úr ferðinni. Hann vildi ekki ræða við lögregluna eða skýra neitt frá hvað hefði orðið um Gabby.

Parið hafði verið á ferð þvert yfir Bandaríkin og skýrði frá henni á samfélagsmiðlum.

Brent Blue, dánardómsstjóri í Tetonsýsu úrskurðaði í gær að Gabby hefði verið myrt en skýrði ekki frá hvernig þar sem endanlegrar niðurstöðu krufningar er beðið.

Lík Gabby fannst á sunnudaginn í á afskekktu svæði um 50 kílómetra norðaustan við Jackson í Wyoming.

Lögreglan gerði húsleit heima hjá foreldrum Brian á mánudaginn og lagði hald á fjölda muna auk bíls hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum
Pressan
Í gær

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman