fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 21:30

Þessi dróni tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskur fangi skaut á samfanga sína í gegnum rimlana á fangaklefa með byssu sem er talið að hafi verið smyglað til hans með dróna.

Árásarmaðurinn, sem er 28 ára meðlimur í mafíunni í Napólí, skaut þremur skotum á samfanga sína á sunnudaginn eftir að þeir höfðu rifist. Hann hitti þá ekki að sögn Donato Capece, fangelsisstjóra í Sappe fangelsinu. The Guardian skýrir frá þessu.

Maðurinn hafði fengið leyfi til að yfirgefa klefa sinn til að fara í sturtu. Um leið og dyrnar að klefa hans voru opnaðar dró hann upp skammbyssu og beindi henni að fangaverði og neyddi hann til að afhenda sér lykla að öðrum klefum. Honum tókst þó ekki að opna þá og greip þá til þess ráðs að skjóta í gegnum rimlana.

Því næst notaði hann farsíma, sem hann átti ekki að vera með í fórum sínum, til að hringja í lögmann sinn sem ráðlagði honum að leggja byssuna frá sér og gefast upp. Sappe fangelsið er öryggisfangelsi í um 100 kílómetra fjarlægð frá Róm.

Capece sagði að talið sé að byssunni hafi verið smyglað inn í fangelsið með dróna.

Málið hefur enn einu sinni beint sjónum að slæmum aðstæðum í ítölskum fangelsum sem eru mörg hver yfirfull. Samkvæmt skýrslu Evrópuráðsins frá því á síðasta ári þá eru 120 fangar á hver 100 rými í ítölskum fangelsum. Í Frakklandi eru 115 fangar á hver 100 rými og á Spáni 70,8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar