fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 06:07

Gabby og Brian. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn fannst lík Gabby Petito, 22 ára, í þjóðgarði í Wyoming í Bandaríkjunum. Leit hafði þá staðið yfir að henni síðan unnusti hennar, Brian Laundrie, sneri einn heim úr ferðalagi þeirra þvert yfir Bandaríkin. Hann vildi ekki segja neitt um hvar Gabby væri og neitaði að ræða við lögregluna. Hann lét sig síðan hverfa fyrir viku síðan og hefur ekki sést síðan og er hans nú leitað því lögreglan telur að hann tengist dauða Gabby. Dularfull smáskilaboð hafa vakið athygli alríkislögreglunnar, FBI, sem rannsakar málið.

Í gær gerði FBI húsleit heima hjá Brian og foreldrum hans í North Port í Flórída. Gabby og Brian bjuggu þar áður en þau héldu í ferðina örlagaríku.

CNN segir að foreldrar Brian hafi verið fluttir á brott til yfirheyrslu áður en húsleitin hófst.

Frá húsleitinni í gær. Mynd:Getty

Á myndum sjást lögreglumenn bera muni út úr húsinu. Þeir lögðu einnig hald á Ford Mustang sem er í eigu Brian.

Ástæðan fyrir húsleitinni er að sögn nokkur dularfull smáskilaboð sem móðir Gabby fékk áður en dóttir hennar hvarf. Fox News skýrir frá þessu. Fram kemur að móðir hennar hafi furðað sig á orðalagi þessara síðustu smáskilaboða úr síma dóttur sinnar. Í einum skilaboðunum stendur: „Getur þú hjálpað Stan, ég er alltaf að fá talhólfsskilaboðin hans og ósvaraðar hringingar.“

Leitarmenn að störfum í Wyoming í leit að Gabby. Mynd:Getty

Samkvæmt gögnum, sem lögreglan lagði fram til að fá húsleitarheimild, þá er Stan afi Gabby en það vakti áhyggjur móður hennar að það stóð Stan í skilaboðunum því Gabby hafði aldrei kallað hann því nafni. Þetta voru ein margra smáskilaboð sem urðu til þess að grunurinn beindist enn frekar að Brian. Í síðustu smáskilaboðunum stóð: „Ekkert samband í Yosemite.“ Fjölskylda Gabby telur að hún hafi ekki skrifað þessi skilaboð sjálf. Lík hennar fannst í Yosemite þjóðgarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin