fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
433Sport

Breiðablik féll á sínu stærsta prófi í 11 ár: Kristján greinir stöðuna – „Það er ekki þekking“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. september 2021 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik féll á stærsta prófi sínu í ellefu ár í gær þegar liðið tapaði gegn FH í næst síðustu umferð efstu deildar karla. Eftir að hafa verið á frábæru skriði átti Breiðablik slæman dag í gær, jafntefli hefði dugað liðinu til að halda toppsætinu fyrir lokaumferðina.

Víkingur vann á sama tíma dramatískan sigur á KR og er komið á toppinn, liðið á mjög auðveldan leik gegn Leikni í síðustu umferð. Vonir Breiðabliks eru því litlar sem engar.

„Ég held að spennustigið hafi farið með menn, menn vissu hvað var í húfi og fengu það í andlitið. Það kom skjálfti við það að lenda undir,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson þegar hann reyndi að greina slakan leik Breiðabliks.

Mynd/Helgi Viðar

Árni Vilhjálmsson klikkaði á vítaspyrnu í stöðunni 1-0, dýrt spaug fyrir Blika sem eins og fyrr segir hefðu þegið stigið.

„FH hafði engu að tapa, það er gaman að mæta í partý og skemma. Þegar þér er ekki boðið í partý þá er gaman að mæta og skemma það, þeir gerðu það vel,“ sagði Kristjáns.

„Það var að koma smá augnablik þegar vítið koma, eftir það var þetta tilviljunarkennt. Þetta var stress, þetta er nánast í fyrsta sinn sem allir í liðinu eru í þessari stöðu. Það er ekki þekking, menn verða að halda áfram bara.“

Kristján telur það útilokað að Víkingur misstígi sig á heimavelli gegn Leikni. „Ég sé Víking ekki misstíga sig, Leiknir hefur ekki unnið leik á útivelli. Þeir eru komnir í vetrarfrí,“ sagði Kristján í Dr. Football í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áfengisbanninu verði ekki aflétt

Áfengisbanninu verði ekki aflétt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Fjalar ráðinn til Vals