Hann var 35 ára þegar hann hlaut dóminn. Þegar hann hafði setið inni í 13 mánuði tókst honum að strjúka snemma morguns þann 1. ágúst 1992. Lögreglan skýrði frá því á sínum tíma að hann hefði notað þjöl til að saga rimla í sundur og komast þannig út í frelsið.
Lögreglunni tókst ekki að finna hann og hann komst til Avalon sem er á norðurströnd Ástralíu. Þar starfaði hann í byggingariðnaði og komst algjörlega hjá öllum samskiptum við yfirvöld næstu 29 árin
„Hann segist hafa búið í Avalon og hafi starfað í byggingariðnaði þar í tæplega þrjá áratugi og hafi fengið greitt í reiðufé. Hann hefur verið löghlýðinn síðan hann strauk og við veittum honum aldrei athygli. Hann sagðist aldrei hafa valdið neinum vandræðum og því hafi enginn tekið eftir honum.“ hefur The Daily Telegraph eftir talsmanni lögreglunnar.
En heimsfaraldurinn gerði honum erfitt fyrir og hann missti vinnuna og heimili sitt og neyddist til að sofa úti. Að lokum gafst hann upp og sagðist frekar vilja fara í fangelsi þar sem hann hefði að minnsta kosti þak yfir höfuð.