Þetta er í fyrsta sinn sem Facebook grípur til beinna aðgerða gegn hreyfingunni. Nathaniel Gleicher, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, segir að þetta hafi verið gert þar sem hreyfingin valdi „samhæfðu samfélagstjóni“. Hann segir að Querdenken birti ofbeldisefni sem sé fyrst og fremst ætlað að kynda undir samsæriskenningu um að sóttvarnaaðgerðir þýsku ríkisstjórnarinnar séu liður í stærri áætlun um að svipta borgarana frelsi og grundvallarmannréttindum.
Facebook lokaði einnig aðgangi Michael Ballwed, stofnanda Querdenken.
Facebook ætlar ekki að eyða öllu efni sem tengist hreyfingunni en mun framvegis fylgjast betur með og grípa til aðgerða.
YouTube hefur einnig fjarlægt megnið af því efni sem Querdenken hafði birt.