fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Philip prins tekur leyndarmálið með sér í gröfina

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 06:05

Philip prins. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur í Lundúnum úrskurðaði í gær að erfðaskrá Philip prins, eiginmanns Elísabetar II drottningar, verði ekki gerð opinber fyrr en eftir 90 ár hið minnsta. Þetta er gert til að vernda einkalíf konungsfjölskyldunnar.

Almennt eru erfðaskrár opinber gögn í Bretlandi en það á ekki við í þessu tilfelli. Samkvæmt úrskurði dómstólsins verður erfðaskráin varðveitt innsigluð næstu 90 árin hið minnsta og fær almenningur ekki aðgang að henni né fjölmiðlar.

Úrskurðurinn byggist á lagaákvæði frá 1910 um erfðaskrár konungsfjölskyldunnar.

Í úrskurðarorði segir að þörf sé á að vernda einkalíf konungsfjölskyldunnar til að tryggja virðingu drottningarinnar og nánustu ættingja hennar.

Ekki verður gert afrit af erfðaskránni sem verður geymd á leynilegum stað.

Philip lést í aprí 99 ára að aldri. Hann og Elísabet höfðu verið gift í um sjötíu ár þegar hann lést. Útför hans fór fram frá St. Georges kapellunni í Windsorkastala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni