fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segir að bólusetning gegn kórónuveirunni hafi raskað tíðahring mörg þúsund kvenna en hann komist fljótt í rétt horf

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 18:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 30.000 breskar konur hafa tilkynnt um truflanir á tíðahring sínum eftir að þær voru bólusettar gegn kórónuveirunni. Þessar truflanir voru þó skammvinnar að sögn Victoria Male, hjá Imperial College London. Hún segir að tíðahringur flestra kvenna komist á rétt ról fljótlega og engar sannanir séu fyrir að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi.

Sky News skýrir frá þessu. Male segir að opinber gögn í Bretlandi sýni ekki tengsl á milli breytinga á tíðahring kvenna og bóluefna gegn kórónuveirunni þar sem fáar tilkynningar hafi borist. Í skoðanagrein í British Medical Journal segir hún að breytingar á tíðahring hafi ekki verið tengdar við eitt bóluefni frekar en önnur því tilkynningar hafi borist frá konum sem fengu bóluefni frá Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca.

Hún segir að ef tengsl séu á milli bóluefnanna og truflana á tíðahringnum þá „sé það líklega afleiðing af viðbrögðum ónæmiskerfisins við bólusetningu frekar en við ákveðnum efnum í bóluefninu“. Hún segir einnig að rannsókna sé þörf á þessu til að öðlast skilning á af hverju þetta gerist.

Hún segir einnig í greininni að ekkert hafi komið fram sem styðji sögur um að fólk verði ófrjótt við að láta bólusetja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann