Fjórmenningarnir hafa aðeins hlotið nokkurra mánaða þjálfun en atvinnugeimfarar hljóta margra ára þjálfun áður en þeir fara út í geim.
Fyrri ferðir með „geimferðamenn“ hafa aðeins varað í nokkrar mínútur og þeir hafa ekki farið á sporbraut um jörðina.
Það er SpaceX sem smíðaði geimfarið en það er hinn 38 ára gamli kaupsýslumaður Jared Isaacman sem greiðir kostnaðinn sem hefur ekki verið gefinn upp. Talið er að hann hlaupi á tugum milljóna dollara.
Með Isaacman eru þrír minna efnaðir einstaklingar á aldrinum 29 til 51 árs, ein karl og tvær konur. Þau voru valin úr hópi umsækjenda.
Reiknað er með að geimfarið fari upp í 575 kílómetra hæð en til samanburðar má nefna að Alþjóðlega geimstöðin er i 408 kílómetra hæð yfir jörðu.
Geimfarið mun þjóta hring eftir hring um jörðina næstu daga á 28.000 kílómetra hraða á klukkustund.