fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. september 2021 14:00

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk stjórnvöld hafa sett á laggirnar nýja stofnun, The Pandemic Institute, sem á að aðstoða heimsbyggðina við að koma í veg fyrir heimsfaraldra, undirbúa viðbrögð við þeim og bregðast við þeim. Stofnunin á einnig að vinna að því að hraða þróun bóluefna við faröldrum framtíðarinnar og stytta þróunartíma þeirra um þrjá til sex mánuði.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að stofnunin verði með höfuðstöðvar í Liverpool og muni hún bjóða upp á sérfræðiþekkingu á öllum stigum heimsfaraldra.

„Það geta liðið 100 ár á milli stórra faraldra en við stöndum frammi fyrir áskorunum mun oftar en það,“ er haft eftir Matthew Bayliss, prófessor og forstjóra stofnunarinnar.

Hann sagði jafnframt að yfirstandandi heimsfaraldur hafi kennt okkur að nú verðum við að undirbúa okkur á algjörlega nýjan hátt. Faraldurinn sé áminning til heimsbyggðarinnar.

Þrjár kórónuveirur hafa komið fram á sjónarsviðið á síðustu tuttugu árum og hafa aldrei verið fleiri á svo skömmum tíma að sögn Bayliss sem sagði að við þurfum að vera undir það búinn að enn erfiðari veirur komi fram.

Í hinni nýju stofnun vinnur fólk með fjölbreyttan bakgrunn, til dæmis innan læknisfræði og háskólasamfélagsins, og á stofnunin í samstarfi við ýmsar stofnanir og samtök. Bayliss sagði að þetta gæti orðið til þess að hægt verði að veita aðstoð við að halda aftur af útbreiðslu faraldra um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist