Söngkonan Michelle Heaton deildi átakanlegri mynd af sér sem var tekin fyrir aðeins tuttugu vikum síðan. Myndin er frá tímabili þar sem hún var djúpt sokkin í áfengis- og vímuefnaneyslu. Í dag er hún edrú og þakkar eiginmanni sínum og vinum fyrir að hafa gripið inn í aðstæður og komið henni í meðferð.
Michelle, 42 ára, gerði garðinn frægan með bresku poppsveitinni Liberty X upp úr aldarmótum. Hún viðurkenndi fyrr á árinu að hafa verið við dauðans dyr eftir að hafa innbyrt áfengi og kókaín á hverjum degi í þrjú ár. Hún segir að það sé afskiptum eiginmanns hennar og vinkvenna að þakka að hún sé enn á lífi.
„Þessi mynd er ekki til að sjokkera, þetta VAR minn raunveruleiki. Fyrir tuttugu vikum þá var þetta ég. Ónýt, ónæmiskerfið mitt var að slökkva á sér. Seinni myndin er ég í dag. Sterk, hamingjusöm, heilbrigð,“ segir hún.
„Í dag er edrúdagur í Bretlandi og það hvetur okkur til að fagna edrúlífi og vekja athygli á fíkn.“
View this post on Instagram
Michelle vill fræða fólk um fíkn og berjast gegn fordómum.
„Í dag er ég sterkari á líkama og sál en ég hef nokkurn tíma verið. Einn dagur í einu. Til fólk sem glímir við fíkn – þá er hjálp þarna úti,“ segir hún.
Í maí á þessu ári opnaði Michelle sig um fíkn sína, aðeins 36 tímum eftir að hún kom úr meðferð. Í samtali við The Sun sagðist Michelle hafa drukkið tvær vínflöskur og eina vodkaflösku nánast á hverjum degi, auk þess að innbyrða kókaín.
Hún var við dauðans dyr en gat ekki viðurkennt það fyrr en hún fór í meðferð. „Það var timabil þar sem ég sagði: „Ég ætla ekki að fara.“ Besta vinkona mín lét mig heyra það og sagði: „Michelle – þú ert að deyja.“ Þetta var sameiginlegt átak vina minna sem vildu sjá mig lifa,“ segir hún.