fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Sigmundur segir að full ástæða sé til að efast um áreiðanleika hæstaréttar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 06:59

Hús Hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en hæstiréttur hófst handa við að dæma fólk fyrir eitt og annað tengt stjórnun helstu peningastofnana landsins í tengslum við hrun bankanna í hruninu fengu dómararnir níu við réttinn tækifæri til að skýra frá fjárhagslegum tengslum sínum við föllnu bankana. Fjórir svöruðu en fimm gerðu það ekki.

Í kjölfarið hófst rétturinn handa við að dæma fólk fyrir gáleysislega stjórnun helstu peningastofnana landsins. Þetta segir í leiðara Sigmundar Ernis Rúnarssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, í blaðinu í dag. Leiðarinn ber fyrirsögnina „Skrýtin þögn“.

Sigmundur segir að einkennilegt sé hversu lítil umræða hafi orðið um vanhæfi hæstaréttardómaranna í tengslum við hrunmálin og það þrátt fyrir að um einn alvarlegasta misbrestinn í störfum réttarins sé að ræða frá stofnun hans fyrir rúmlega einni öld.

Sigmundur segir að í hópi þeirra sem skýrðu ekki frá fjárhagslegum tengslum sínum hafi verið þeir sem áttu mestra fjárhagslegra hagsmuna að gæta en þeir höfðu tapað mestu á falli bankanna. „Þeir sátu á þeim upplýsingum á meðan þeir dæmdu hvern sakborninginn í bankahruninu af öðrum í fangelsi. Jón Steinar Gunnlaugsson, einn þeirra fyrrverandi hæstaréttardómara á þessum tíma sem svöruðu til um fjárhagsleg tengsl sín við gömlu bankana, hefur margsinnis gagnrýnt kollega sína frá þessum tíma – og það harðlega. Þar hefur hann reynst hrópandinn í eyðimörkinni. Hann hefur staðið einn með pennann að vopni til að vekja athygli á því að Hæstiréttur Íslands var að stórum hluta vanhæfur til að takast á við þetta einstaka, sögulega og vandmeðfarna mál í réttarsögu landsins,“ segir Sigmundur og spyr síðan af hverju aðrir hæstaréttarlögmenn hafi læðst með veggjum og taki ekki þátt í uppgjöri þessarar sögu?

„Og hvers vegna skyldu aðrir hæstaréttarlögmenn fara hér með veggjum og gera upp við þessa sögu með þögninni einni saman? Má vera að löngun þeirra í dómarasæti sé gagnrýninni yfirsterkari? Vilja þeir ekki rugga bátnum af ótta við að fá ekki stjórnað honum? Þetta eru eðlilegar spurningar. Og nauðsynlegar. Hæstiréttur Íslands er ein meginstoðanna í regluverki Íslands. Trúverðugleiki hans skiptir sköpum í réttarríkinu. Þeir landsmenn sem setjast þar á sakabekk eiga heimtingu á að dómarar réttarins starfi þar af heilindum og upplýsi í öllum tilvikum hvort þeir tengist á einhvern hátt þeim dómsmálum sem tekin eru fyrir hverju sinni. Því var ekki að heilsa fyrir áratug. Þá réð leyndarhyggjan ríkjum. Og það er skammarlegt. Í uppgjöri bankahrunsins hefur þessi þáttur ekki fengið það vægi sem hann á skilið. Og það er ef til vill vegna þess að það hefur ekki verið til siðs að gjalda varhug við hlutdrægni þessa æðsta dómstigs þjóðarinnar. Sagan sýnir aftur á móti að það er full ástæða til að draga áreiðanleika hans í efa,“ segir hann í niðurlagi greinarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna