Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að á endanum hafi lögreglumenn ekki séð sér neina aðra leið færa en að skjóta á manninn. Þeir skutu hann í annan fótinn og blæddi mikið úr sárinu að sögn Aftonbladet.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð í nótt.
Hann er sagður hafa eyðilagt að minnsta kosti þrjá bíla.