fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Banna konum að æfa ef þær eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara að ofan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 22:30

Það má ekki æfa ef eini klæðnaðurinn að ofanverðu er íþróttabrjóstahaldari. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð umræða hefur orðið í Danmörku eftir að stjórnendur líkamsræktarstöðvar hjá Syddansk háskólanum ákváðu að banna konum að stunda æfingar ef þær eru aðeins klæddar íþróttabrjóstahaldara að ofan.

Nýlega varð mikil umræða í Danmörku um ákvörðun skólastjóra framhaldsskóla í Vejle um að banna nemendum að mæta í skólann ef þeir væru klæddir í peysur eða boli sem næðu ekki alveg að hylja magann. Úr urðu töluverð mótmæli og á endanum greip skólastjórnin inn í málið og ógilti ákvörðun skólastjórans.

Nú stefnir í álíka heitar umræður um ákvörðun stjórnenda SDU Fitness um að banna æfingar ef iðkendur eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara.

Jótlandspósturinn hefur eftir Nivi Meyer, sem stendur fyrir undirskriftarsöfnun gegn þessari ákvörðun, að henni finnist þetta alveg fáránlegt. Hér sé um gamaldags viðhorf til kvenna að ræða, að ekki megi æfa í íþróttabrjóstahaldara og sýna magann á sér.

Í skjali, sem hefur verið birt á Facebook, er bannið skýrt með því að það snúist um hreinlæti, persónuleg mörk og þess að taka tillit til mismunandi menningar.

Þingmenn Danska þjóðarflokksins og Venstre gagnrýna bannið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum