fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. september 2021 15:00

Conor McGregor. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MTV-verðlaunahátíðin var haldin í New York í nótt. Allar stærstu stjörnur Hollywood mættu á hátíðina og sýndu sig á rauða dreglinum.

Það var þó ekki bara áhugaverð og djörf tíska sem vakti athygli. Það kom upp ágreiningur á milli tónlistarmannsins Machine Gun Kelly og fyrrverandi bardagakappans Conor McGregor. Öryggisverðir þurftu að stía þeim í sundur til að koma í veg fyrir slagsmál.

Machine Gun Kelly og Megan Fox. Mynd/Getty

Machine Gun Kelly, sem heitir réttu nafni Colson Baker, mætti ásamt kærustu sinni, leikkonunni Megan Fox, á hátíðina.

Sjá einnig: Tískan á MTV-verðlaunahátíðinni – Megan Fox gerði allt vitlaust í gegnsæjum kjól

Conor McGregor mætti með kærustu sinni, Dee Devlin, og kynnti verðlaunin fyrir listamann ársins, sem Justin Bieber hlaut.

Conor McGregor og Jusstin Bieber. Mynd/Getty

Það virðist hafa komið upp einhvers konar ágreiningur milli Conor og Machine Gun Kelly. Myndband af því hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá ágreininginn frá öðru sjónarhorni þar sem Conor hellir drykk á Machine Gun Kelly.

Á þessum tímapunkti er ekki vitað hvað orsakaði ágreininginn en TMZ greinir frá því að Conor McGregor hafi beðið Machine Gun Kelly um mynd, sem sá síðarnefndi neitaði.

Aðrir slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að bardagakappinn hafi nálgast Machine Gun Kelly til að taka í hönd hans en öryggisverðir tónlistarmannsins hafi ýtt honum í burtu. BuzzFeed greinir frá.

En talsmaður Conor McGregor hafnar þessum ásökunum og segir Conor aldrei hafa beðið  um mynd með Machine Gun Kelly.

Conor tjáði sig stuttlega um deilurnar í viðtali eftir hátíðina. „Það gerðist ekkert,“ sagði hann við Entertainment Tonight. „Ég veit ekki, ég mætti bara. Ég þekki gæjann ekkert. Þetta er bara orðrómur. Það gerðist ekkert. Ég fer bara í slag við alvöru bardagakappa, fólk sem kann að slást. Ég fer vissulega ekki í slag við lítinn hvítan vanillu rappara. Ég þekki hann ekkert, eina sem ég veit er að hann er með Megan Fox.“

Machine Gun Kelly neitaði að tjá sig um atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni