The Guardian segir að maðurinn hafi ákveðið að geyma móður sína í kjallaranum til að halda áfram að fá bæturnar sem hún fékk frá hinu opinbera vegna veikinda sinna.
Maðurinn játaði að hafa fryst móður sína þegar hún lést. Síðan vafði hann líkið inn í grisjur og önnur efni til að taka við þeim vökva sem kom úr líkinu.
Hann hélt síðan áfram að fá bætur móður sinnar sendar með pósti í hverjum mánuði. En nýráðinn póstbera fór að gruna að ekki væri allt eins og það átti að vera og bað um að fá að hitta móðurina en því hafnaði maðurinn. Póstberinn tilkynnti lögreglunni því um grun sinn.
Maðurinn hafði fengið 50.000 evrur í bætur frá því að móðir hans lést í júní 2020.
Krufning leiddi í ljós að móðirin lést af eðlilegum orsökum. Sonurinn hefur verið kærður fyrir fjársvik og ósæmilega meðferð á líki.