fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Leigubílstjórinn hringdi í lögregluna eftir að hann hafði aðstoðað farþegann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. september 2021 06:03

Frá handtöku Xie. Mynd:Jiangxi City Public Security Bureau

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Xie Lei, 33 ára fyrrum framkvæmdastjóri karókíbars í Taihe í Kína, handtekinn í kjölfar tilkynningar frá leigubílstjóra. Xie pantaði leigubíl og bílstjórinn aðstoðaði hann við að setja ferðatösku í farangursrýmið. Í kjölfarið hringdi hann strax í lögregluna.

South China Morning Post skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið lyktin af ferðatöskunni sem varð til þess að leigubílstjórinn hringdi í lögregluna. Að auki voru blóðblettir á töskunni.

Leigubílstjórinn sagði lögreglunni að taskan væri mjög þung og lyktaði illa og væri þakin blóðblettum. Þegar bílstjórinn hringdi í lögregluna flúði Xie af vettvangi en skildi töskuna eftir.

Lögreglan kom á vettvang og opnaði töskuna og fann lík 19 ára konu í henni. Hún hafði starfað á karókíbarnum þar sem Xie starfaði þar til í ágúst en þá hætti hann störfum.

Lögreglan hét sem nemur um 600.000 íslenskum krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Xie í þeirri von að almenningur myndi aðstoða við leitina að honum. Þetta bar árangur því hann var handtekinn daginn eftir í nærliggjandi sýslu en þangað hafði hann hjólað.

Rannsókn málsins stendur enn yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum