fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Óbólusettur áhrifavaldur grátbað fólk um að bólusetja sig á dánarbeðinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 10. september 2021 13:00

Alexandra Blankenbiller.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Blankenbiller var aðeins 31 árs þegar hún lést af völdum Covid-19 þann 24. ágúst síðastliðinn. Hún naut mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega TikTok, og deildi fjórum myndböndum áður en hún lést þar sem hún grátbað fólk um að láta bólusetja sig fyrir veirunni. Alexandra var óbólusett.

Hún sagðist hafa heyrt öskur og stunur á sjúkrahúsinu og sagði að það gæfi til kynna um alvarleika veirunnar.

Níu dögum eftir að hún deildi sínu síðasta myndbandi þann 15. ágúst lést á sjúkrahúsi í Flórída þar sem mikil aukning hefur verið á smitum. WedMD greinir frá.

@atasteofalex**Also, Tonic Water. Nasty stuff but good for you!! Stay safe out there guys!♬ original sound – It’s Alex, Betch. 💋

„Ég hef ekki mikla orku til að tala þannig ég ætla að vera snögg,“ sagði Alexandra við fylgjendur sína á TikTok.

„Ég er ekki bólusett. Ég er ekki á móti bólusetningum. Ég var að reyna að rannsaka þetta sjálf. Ég var hrædd. Ég held að það hafi verið mistök. Ég hefði ekki átt að bíða. Þó þú sért ekki nema 70 prósent viss um hvort þú vilt bóluefni eða ekki, fáðu þér það. Ekki bíða. Farðu í bólusetningu. Því þá áttu vonandi ekki eftir að enda á spítala eins og ég ef þú færð veiruna.“

Alexandra sagði að það væri í lagi að vera með spurningar. „En ég er að segja ykkur það, ég var í margar vikur að hugsa hvort ég ætti að fá bóluefni en ég beið því ég var að reyna að sannfæra alla fjölskylduna mína um að gera það á sama tíma,“ sagði hún.

Alexandra, móðir hennar og tvær systur voru búnar að panta tíma í bólusetningu en smituðust af veirunni áður en það kom að þeim. Alexandra varð veikust af þeim.

„Það er ekkert leyndarmál að það eigi að taka þessu alvarlega,“ segir systir hennar, Cristina Blankenbiller, við WebMD. „Það er svo mikið af röngum upplýsingum þarna úti.“

Öskur í aðstandendum

Alexandra birti fyrsta myndbandið úr sjúkrahúsrúminu þann 13. ágúst og mátti heyra einhvern öskra í bakgrunninum. Hún skrifaði með myndbandinu. „Ekki bíða með að láta bólusetja ykkur! Farið núna!! Og vinsamlegast biðjið fyrir mér eða sendið mér góða strauma.“

@atasteofalexThe ‘vid got me guys. DO NOT WAIT TO GET VACCINATED! Go now!! And please pray/send good vibes, etc for me. ❤️ Stay safe muffins! 💋♬ original sound – It’s Alex, Betch. 💋

Einn netverji sakaði hana um að vera dramatíska og vera með hræðsluáróður. „Ég hef verið hérna síðan á föstudagsmorgunn og eina sem ég hef heyrt eru stunur og öskur,“ sagði hún.

„[Þetta er] fólk sem ég reikna með að hefur misst nána aðstandendur, því ég veit hvernig það er og hvernig það hljómar.“

@atasteofalexReply to @j0shuatr33♬ original sound – It’s Alex, Betch. 💋

Um 54 prósent íbúa í Flórída eru bólusettir. Í ágúst mánuði létust 244 einstaklingar arf völdum Covid, miðað við 227 manns í ágúst 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu