fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Loftslagsbreytingarnar ógna vanillu, avókadó og baunum

Pressan
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 07:30

Vanilla gæti heyrt sögunni til.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar ógna ýmsum tegund ávaxta og grænmetis og ef ekkert verður að gert getum við farið að undirbúa okkur undir að avókadó hverfi af sjónarsviðinu auk fleiri tegunda.

Þetta er niðurstaða rannsóknar. Fram kemur að vanilla sé í sérstaklega mikilli hættu. Samkvæmt niðurstöðunum þá eru 35% þeirra tegunda, sem voru teknar með í rannsókninni, í hættu vegna loftslagsbreytinganna. Þar á meðal eru villtar baunir, chili, trjátómatar og avókadó.

The Guardian hefur eftir Bárbara Goettsch, aðalhöfundi rannsóknarinnar, að ef ekkert verði að gert varðandi loftslagsvandann getum við sagt bless við avókadó og vanilluís.

„Villtar tegundir eru í sérstaklega mikilli útrýmingarhættu. Þessar tegundir geta ekki lagað sig að loftslagsbreytingunum. Þess utan valda loftslagsbreytingarnar því að meindýr og sjúkdómar leggjast á tegundirnar og það mun hafa mikil áhrif á þær,“ sagði Goettsch.

Þess utan hafa erfðabreyttar tegundir áhrif á villtu tegundirnar sem og skógareyðing og nýjar tegundir sem hasla sér völl og hafa slæm áhrif á þær tegundir sem fyrir eru.

Goettsch benti á að nú séu miklir þurrkar á Madagaskar, þeir mestu í 40 ár, og séu þeir gott dæmi um hvað getur komið fyrir villtar gróðurtegundir í framtíðinni. „Þurrkarnir á Madagaskar hafa eyðilagt uppskeruna. Á sumum svæðum er gríðarlegur fjöldi engispretta því loftslagsbreytingarnar valda því að þær geta farið yfir lengri veg en áður. Þetta er ógn sem steðjar að uppskeru,“ er haft eftir Goettsch.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga