fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Allt að 600.000 gætu hafa látist af völdum COVID-19 í Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 19:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld telja að 44.000 manns, hið minnsta, hafi látist af völdum COVID-19 í júlí. En miðað við hversu margir létust umfram það sem reikna má með er líklegra að 64.000 hafi látist að sögn Moscow Times. Samkvæmt opinberum tölum létust 215.000 í júlí en það eru 42% fleiri en í júlí 2019 en þá var heimsfaraldurinn ekki skollinn á.

Samkvæmt uppgjöri Moscow Times þá létust 596.000 fleiri frá upphafi heimsfaraldursins til loka júlí á þessu ári en reikna mátti með miðað við tölur frá því fyrir faraldurinn. Þetta er gríðarlegur fjöldi og ef rétt reynist er Rússland í öðru sæti á hinum dapurlega lista yfir flesta látna af völdum COVID-19.

„Rússland hefur ekki staðið sig vel í faraldrinum og núna er staðan í landinu ein sú versta í heiminum,“ sagði Aleksej Rakjsa, sjálfstæður sérfræðingur í lýðfræði, í samtali við dagblaðið MK. Á síðasta ári lækkaðu lífslíkur í Rússlandi um tvö ár og fóru niður í 71 ár.

Stjórnvöld hafa reynt að fela þessar dapurlegu staðreyndir með röngum fullyrðingum um að Rússland standi sig betur en lönd sem er hægt að bera landið saman við. En það dugir varla til að sannfæra landsmenn sem eru fullir efasemda um framgöngu stjórnvalda í baráttunni við faraldurinn.

Heilbrigðiskerfi landsins glímir við mikinn fjárskort og álagið er gífurlegt vegna heimsfaraldursins en það er ekki stærsti vandinn að mati Raksja. Hann sagði að stærsti vandinn sé að fólk neiti að láta bólusetja sig eða fylgja sóttvarnareglum.

Rússar hafa þróað sín eiginn bóluefni gegn veirunni en efasemdir fólks um þau og vantraust í garð hins opinbera hafa valdið mikilli andstöðu gegn bóluefnunum. Aðeins 28% fullorðinna hafa lokið bólusetningu en mánuðum saman hefur ekki verið neitt vandamál að fá tíma í bólusetningu og eru þeir víðs fjarri því að vera fullnýttir.

Gagnrýnendur segja að viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafi verið ístöðulaus og hringlandaháttur hafi einkennt ákvarðanatöku. Veiran barst frekar seint til Rússlands en stjórnvöld virðast ekki hafa nýtt sér þennan aukatíma til að undirbúa sig undir faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin