Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Afgönum, sem störfuðu með breska herliðinu í Afganistan, varanlegt dvalarleyfi. Í upphafi var ætlunin að veita þeim fimm ára dvalarleyfi en nú hefur verið ákveðið að einn liður af aðgerðinni „Aðgerð verið hjartanlega velkomin“ verði að eyða óvissu um framtíð Afgananna og veita þeim varanlegt dvalarleyfi.
„Með því að bjóða strax upp á ótakmarkað dvalarleyfi tryggjum við þeim sem hafa yfirgefið heimili sín möguleika á öruggri framtíð,“ sagði Priti Patel, innanríkisráðherra, um ákvörðun stjórnarinnar.
Ríkisstjórnin veitir einnig 12 milljónum punda til sérstakra aðgerða í þágu Afgananna, þar á meðal til skóla, sérkennara og enskukennslu.