Copernicus fylgist með þróun loftslagsmála og safnar gögnum frá evrópskum veðurstofum.
Meðalhitinn í júní, júlí og ágúst var 0,96 gráðum hærri en meðalhitinn á árunum 1991-2020 og var hitametið frá 2018 slegið með 0,1 gráðu.
Í skýrslunni kemur fram að sumarið hafi verið í svalara lagi í norðurhluta Evrópu en á móti kemur að það var mun hlýrra sunnar í álfunni. Ágúst var sérstaklega hlýr í sunnanverðri álfunni. Þar mældist hitinn til dæmis 48,8 gráður á Sikiley þann 11. ágúst.