Það er stórleikur á Laugardalsvelli í kvöld þegar stórþjóðin Þýskaland kemur í heimsókn og mætir Íslandi. Margir telja að þetta verði leiku kattarins að músinni.
Þýskaland er með eitt best mannaða landslið í heimi á meðan íslenska liðið er nú að ganga í gegnum miklar breytingar.
Ísland er með fjögur stig í riðlinum en Þjóðverjar hafa nú verið að finna takt sinn og léku sér að Armeníu á sunnudag.
Erfitt er að lesa í byrjunarlið íslenska liðsins en við spáum því að Hannes Þór Halldórsson fái traustið í marki Íslands í kvöld.
Þá er ekki ólíklegt að fleiri breytingar verði á liðinu. Svona er líklegt byrjunarlið að mati 433.is.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Alfons Sampsted
Brynjar Ingi Bjarnason
Jón Guðni Fjóluson
Ari Freyr Skúlason
Jóhann Berg Guðmundsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Birkir Bjarnason
Andri Fannar Baldursson
Jón Dagur Þorsteinsson
Albert Guðmundsson