Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. USAerospace Partners keypti eigur af þrotabúi WOW fyrir 50 milljónir.
„Flugrekstrarhandbækur hins fallna WOW air hafi ekki fundist í fórum félagsins og við teljum að þessir aðilar kunni að geta gefið innsýn um það annað hvort hvar þessar bækur voru geymdar eða hvað hafi orðið um þær,“ er haft eftir Páli.
Héraðsdómur féllst á að kalla Finnboga Karl Bjarnason, flugrekstrarstjóra Play og fyrrum flugrekstrarstjóra WOW, Arnar Má Magnússon, fyrrum forstjóra Play og fyrrum starfsmann WOW, Margréti Hrefnu Pétursdóttur, fyrrum öryggis- og gæðastjóra hjá WOW og nú öryggis- og gæðastjóra hjá Play, fyrir dóminn. Auk þeirra verður Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW, kallaður fyrir dóm. Hann hefur sjálfur reynt að grafast fyrir um handbækurnar.