Í fréttatilkynningu frá Vejlemuseerne segir að þetta sé einn stærsti, verðmætasti og fallegasti gullfjársjóðurinn sem fundist hefur í Danmörku til þessa.
Fjársjóðurinn var að sögn talsmanna safnsins grafinn í jörðu af auðmanni á járnöld.
Mads Ravn, rannsóknastjóri hjá Vejlemuseerne, segir að þetta sýni að staðurinn hafi verið miðpunktur valds í Danmörku á þessum tíma. Það hafi aðeins verið á færi manna úr efstu lögum samfélagsins að sanka að sér fjársjóði á borð við þennan.
Ekki er vitað af hverju eigandi fjársjóðsins hefur ákveðið að grafa hann í jörðu á sínum tíma.
Fjársjóðurinn verður hluti af stórri víkingasýningu Vejlemuseerne sem opnar 3. febrúar á næsta ári.