fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Fundu stóran gullfjársjóð á Jótlandi – Grafinn niður fyrir um 1.500 árum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 17:00

Hluti af fjársjóðnum. Mynd:Konserveringscenter Vejle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugamenn um fornleifafræði gerðu merkan fornleifafund nærri Jelling á Jótlandi í desember á síðasta ári. Þar fundu þeir stóran gullfjársjóð eða um eitt kíló. Fjársjóðurinn samanstendur af skartgripum og var grafinn niður fyrir um 1.500 árum síðan.

Í fréttatilkynningu frá Vejlemuseerne segir að þetta sé einn stærsti, verðmætasti og fallegasti gullfjársjóðurinn sem fundist hefur í Danmörku til þessa.

Fjársjóðurinn var að sögn talsmanna safnsins grafinn í jörðu af auðmanni á járnöld.

Mads Ravn, rannsóknastjóri hjá Vejlemuseerne, segir að þetta sýni að staðurinn hafi verið miðpunktur valds í Danmörku á þessum tíma. Það hafi aðeins verið á færi manna úr efstu lögum samfélagsins að sanka að sér fjársjóði á borð við þennan.

Ekki er vitað af hverju eigandi fjársjóðsins hefur ákveðið að grafa hann í jörðu á sínum tíma.

Fjársjóðurinn verður hluti af stórri víkingasýningu Vejlemuseerne sem opnar 3. febrúar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar