Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Samkvæmt niðurstöðunum þá styðja 24,9% kjósenda Sjálfstæðisflokkinn, 13,3% Framsóknarflokkinn, 12,1% Samfylkinguna og 10,8% Vinstri græn. Fylgi annarra flokka mælist innan við 10%.
Miðað við niðurstöður könnunarinnar þá munu níu flokkar fá þingmenn kjörna. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 47,7% aðspurðra en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er 49%.
Ef fylgi flokkanna er skoðað þá nýtur Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings 24,9% kjósenda og fengi 17 þingmenn. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 13,3% kjósenda og fengi 9 þingmenn. Miðflokkurinn nýtur stuðnings 6,6% kjósenda og fengi 4 þingmenn. Viðreisn nýtur stuðnings 8,4% kjósenda og fengi 6 þingmenn. Flokkur fólksins nýtur stuðnings 4,5% kjósenda og fengi 2 þingmenn. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 12,1% og fengi flokkurinn 7 þingmenn. Vinstri græn mælast með 10,8% fylgi og fengi flokkurinn 7 þingmenn. Píratar mælast með 9,8% fylgi og fengi flokkurinn 7 þingmenn. Sósíalistar mælast með 8,1% fylgi og fá 4 þingmenn ef þetta verður niðurstaða kosninganna.
Könnunin var gerð 31. ágúst til 3. september og var úrtakið 957 manns en 818 tóku afstöðu eða um 86%.