fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ísraelsk yfirvöld segja að líklega þurfi fjórða bóluefnaskammtinn gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 09:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salman Zarka, ráðgjafi ísraelskra yfirvalda um kórónuveirufaraldurinn, segir að nú þegar eigi að hefjast handa við undirbúning þess að gefa landsmönnum fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni.

„Veiran er hér og mun áfram vera hér og því verðum við að undirbúa okkur undir fjórða skammtinn,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðina Kan.

Hann sagði ekki hvenær ætti að byrja að gefa fjórða skammtinn en sagði að hægt verði að nota uppfærðar útgáfur af bóluefni sem veiti meiri vernd gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar, til dæmis gegn Deltaafbrigðinu. Times of Israel skýrir frá þessu.

„Svona verður lífið framvegis, í bylgjum,“ sagði hann.

Ísrael var fyrst ríkja heims til að bjóða upp á þriðja skammtinn af bóluefni en í byrjun ágúst var öllum 60 ára og eldri boðið upp á þriðja skammtinn. Í næstu viku er röðin komin að öllum eldri en tólf ára sem fengu skammt númer tvö fyrir minnst fimm mánuðum.

Fyrir helgi höfðu 2,5 milljónir landsmanna fengið þriðja skammtinn en um 9 milljónir búa í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin