fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Sauð upp úr í Silfrinu: Diljá sakaði Gunnar Smára um að fara með falskar fullyrðingar – „Sannleikurinn hefur aldrei vafist mikið fyrir þér“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 5. september 2021 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Gunnar Smári Egilsson frambjóðandi Sósíalistaflokksins, Kristrún Frostadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar, Diljá Mist Einarsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson frambjóðandi Viðreisnar voru gestir Egils Helgasonar í Silfrinu í dag. Þar var rætt um komandi kosningar og tekið á hinum ýmsu málum. Þar á meðal voru skattamál, nánar tiltekið stóreignaskattur sem Samfylkingin hefur boðað.

Stefnan gengur út á að fólk sem eigi hreina eign upp á meira en 200 milljón krónur, þurfi að borga 15 þúsund krónur á ári fyrir hverja milljón umfram þessar 200.

Diljá Mist tjáði sig um þessa skattastefnu og kom með dæmi um eldri ekkju sem þarf að selja húsið sitt þar sem hún á ekki fyrir skattinum. Á meðan Diljá kom með þetta dæmi sagði Kristrún: „Ég verð að fá að svara þessu þar sem ég er búinn að heyra þetta dæmi svo oft, Diljá.“ Hún leyfði þó Diljá að halda áfram sem talaði um stóreignaskattinn sem ósanngjarna skattheimtu, sem yrði til þess að tekjulækkun myndi eiga sér stað.

Kristrún tók þá við, en hún útskýrði þá þessa stefnu betur: „Það er eitt prósent þjóðarinnar sem á meira en 203 milljónir í hreina eign. Ég ætla bara að fá að segja þetta. Það er verið að selja fólki þessa hugmynd að það tilheyri allir þessum hópi. Eðli málsins samkvæmt geta ekki allir tilheyrt eina prósentinu,“

„Við lifum í algjöru siðrofi í skattamálum hér“

Þá tók Gunnar Smári við. Hann sagði að honum þætti furðulegt að fólk þyrfti að verja eignaskatt í sjónvarpinu og minntist á að hér hefði verið einskonar eignaskattur frá elleftu öld, fram til þessarar aldar.

„Sjálfstæðisflokkurinn lagði þetta af árið 2005, með þessum sömu rökum. Að það væri verið að vernda einhverja ímyndaða fátæka ekkju sem væri að missa húsið sitt,“ sagði Gunnar og bætti við að það væri enginn vandi að leysa mál þessarar ekkju.

„Það er alltaf verið að stilla þessari fátæku ekkju upp til þess að hin ríku séu í skattleysi. Við lifum í algjöru siðrofi í skattamálum hér. Þar sem ríki maðurinn borgar lægra hlutfall af tekjum sínum til samfélagsins heldur en konan sem skúrar skrifstofuna hans.“ sagði Gunnar Smári sem hélt því síðan fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði brotið niður skattkerfið með því að fella niður eignaskatt og minnka fjármagnstekjuskatt og erfðafjárskatt.

„Sannleikurinn hefur aldrei vafist mikið fyrir þér“

„Þetta er bara rangt sem þú ert að segja. Fjármagnstekjuskatturinn leysti eignaskattinn af hólmi, og þess vegna er hann orðinn eins sjaldséður alls staðar í heiminum og raun ber vitni. Það er þess vegna,“ svaraði Diljá.

Gunnar skaut stuttlega inn í að fjármagnstekjuskatturinn hafi komið á tíunda áratugnum, en eignaskatturinn afnuminn 2005, og gaf þar með til kynna að honum þætti sérstakt að halda því fram að annar þeirra hefði tekið við af hinum. „Þið þurfið bara að læra á skatta í fjármálaskóla Sjálfstæðisflokksins,“

Diljá svaraði um hæl: „Já ég held að þú ættir bara að eyða meiri tíma á tekjusagan.is, til þess að reyna að vinda aðeins ofan af þessum fölsku fullyrðingum þínum. En sannleikurinn hefur aldrei vafist mikið fyrir þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar