Hjónin Sigríður Þórisdóttir, kannri og sálfræðingur, og kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson eru búin að setja íbúð sína á sölu. Íbúðin er afskaplega fín en hún er á tveimur hæðum í húsi á Engjateig í Laugardalnum. Íbúðin er 212,6 fermetrar og er á endanum í hinu svokallaða Listhúsi. Mbl.is vakti fyrst athygli á sölu þeirra hjóna.
Það sem vekur kannski helst athygli þegar myndir af íbúðinni eru skoðaðar er lofthæðin en hún er mest 4,5 metrar. Í lýsingu á íbúðinni kemur fram að hún er með sérinngangi, mjög stórum þakgluggum og yfirbyggðum, opnanlegum suðursvölum.
„Íbúðir af þessu tagi eru mjög sjaldgæfar í Reykjavík, en íbúðin er í anda loft-íbúða í stórborgum erlendis,“ segir um íbúðina á sölusíðu hennar en hjónin vilja fá 136,5 milljónir fyrir íbúðina.
Íbúðin var sérstaklega hönnuð og skipulögð af Steve Christer, arkitekt hjá Studio Granda, fyrir fáeinum árum en í henni eru sérstmíðaðar innréttingar, hillur og fleira sem gerðar eru eftir teikningum arkitektsins.
Myndir af íbúðinni má sjá hér fyrir neðan: