Stofnunin hefur miklar áhyggjur af aukningu smita í Evrópu. „Í síðustu viku fjölgaði dauðsföllum í álfunni um 11%. Trúverðug spá bendir til þess að 236.000 látist í Evrópu fyrir 1. desember,“ sagði Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu.
Tölur frá WHO sýna að í 33 af þeim 53 löndum sem heyra undir Evrópudeild stofnunarinnar er hlutfall smitaðra af hverjum 100.000 íbúum hærra en 10%. Þetta á sérstaklega við á Balkanskaga, á Kákasussvæðinu og Mið-Asíu.
Það er aðallega Deltaafbrigðið sem fólk smitast af. Það leggst aðallega á óbólusett fólk og sérstaklega í löndum þar sem yfirvöld hafa slakað á sóttvarnaráðstöfunum eða fellt þær algjörlega úr gildi.
Nýjustu spár WHO benda einnig til að svo virðist sem stöðnun sé orðin hvað varðar fjölda Evrópubúa sem láta bólusetja sig.
Búið er að bólusetja rúmlega helming Evrópubúa en mikill munur er á hlutfallinu á milli einstakra ríkja. Í sumum af fátækari ríkjum álfunnar hafa aðeins um 6% lokið bólusetningu. Í sumum ríkjum er aðeins búið að bólusetja tíunda hvern heilbrigðisstarfsmann samkvæmt tölum frá WHO.